: » 

Skíma: Upplýsingar og leiðbeiningar um ritstýrðar greinar

Höfundar efnis í Skímu eru beðnir að fylgja eftirfarandi fyrirmælum um frágang greina eftir bestu getu. Ef einhver vafamál koma upp eru höfundar vinsamlegast beðnir að snúa sér til ritstjórnar.
 • Fylgja skal opinberum reglum um stafsetningu og greinarmerkjasetningu.
 • Áður en grein er skilað þarf hún að hafa verið prófarkalesin af a.m.k. einum aðila auk höfundar.
 • Halda uppsetningu sem einfaldastri. Greinin verður færð úr ritvinnslusniði í umbrotsforrit og/eða á vefsnið til birtingar. Aðrar sniðskipanir en skáletrun og feitletrun eru því til einskis, svo sem leturval, línubil og dálkstillingar. Þó þarf að vanda sem best frágang á töflum og gröfum því að þeim er breytt í myndir fyrir endanlega birtingu.
 • Orðum skal ekki skipta á milli lína.
 • Ekki skal draga inn texta við fyrstu málsgrein hvers kafla.
 • Ný greinaskil skulu afmörkuð með línubili. Ekki skal nota  TAB-hnappinn til þess.
 • Aðeins á að nota eitt stafabil á eftir punkti.
 • Gera á greinarmun á bandstriki og þankastriki. Bandstrik er stutt, þankastrik meðallangt (ndash). Langt strik (mdash) er ekki notað.
 • Í upphafi greinar skal höfundur birta stutt ágrip um innihald greinarinnar lesendum til þæginda (50 til 100 orð). Þetta ágrip skal vera feitletrað.
 • Lengd greina fyrir prentútgáfu er allt að 3.500 orð en greniar mega vera styttri (Tools – Word Count). Í vefútgáfu er hægt að taka við lengri greinum. 
 • Skipta skal efninu í kafla með lýsandi millifyrirsögnum (auðkenndar með feitletrun). Ekki skal nota númer við kaflaheiti.
 • Eitt línubil skal vera á eftir aðalfyrirsögn en ekkert á eftir millifyrirsögnum. Tvö línubil skulu vera á eftir hverjum kafla.
 • Heimildaskrár skulu vera nákvæmar með nafni höfundar, útgáfuári, nafni á heimildarriti, árgangi, tölublaði og útgefanda. Mælt er með að nota APA-kerfið.
 • Athugið að í heimildaskrá er einungis getið um þau verk sem stuðst er við eða vísað er til.
 • Nota skal aftanmálsgreinar í stað neðanmálsgreina og númera þær. Best væri þó að sleppa þeim alveg. 
 • Myndum skal fylgja myndatexti og koma þarf skýrt fram ef höfundur óskar eftir að myndir séu birtar á ákveðnum stað í greininni, t.d. með því að setja athugasemd í hornklofa í handritinu. Taka skal fram nafn ljósmyndarans ef hann er annar en höfundur greinar.
 • Myndir ættu að vera í góðri upplausn (þ.e.a.s stórar) fyrir prentútgáfu. Mynd sem er 8x8 cm á skjá getur aðeins orðið 3x3 cm á prenti. Fyrir vefútgáfur skiptir þetta ekki máli.
 • Greinin má ekki hafa birst áður opinberlega.
 • Grein er skrifuð á ábyrgð höfundar.
 • Ritnefnd áskilur sér rétt til að færa texta til betri vegar og lagfæra stafsetningu.
 • Ritnefnd áskilur sér rétt til að hafna greinum.
 • Grein skal skila til ritstjórnar á tölvutæku formi.
 • Hverri grein skal fylgja eftirfarandi upplýsingar: Fullt nafn höfundar, starfsheiti, heimilisfang, símanúmer og netfang, nýleg andlitsmynd af höfundi, myndir sem höfundur óskar eftir að birta með greininni.

Allar nánari upplýsingar veitir ritstjóri:
 • Guðný Ester Aðalsteinsdóttir (gudnyester[hjá]gmail.com)
Samtök móðurmálskennara    Kennarahúsinu, Laufásvegi 81    modurmal[hjá]modurmal.is