: » 

Skíma

Skíma er málgagn Samtaka móðurmálskennara og kemur út einu sinni á ári, á haustmisseri.  Hægt er að lesa öll tölublöð Skímu með því að smella á mynd af þeim á forsíðu þessa vefs.

Skíma tekur við greinum og hvers kyns áhugaverðu efni sem erindi getur átt til móðurmálskennara. Skilafrestur er til 1. ágúst ár hvert.  Efni skal komið til ritstjóra sem er Guðný Ester Aðalsteinsdóttir (gudnyester[hjá]gmail.com).  Auk ritstjórans eru þær Brynja Baldursdóttir, Bjarki Karlsson og Helga Birgisdóttir í ritnefnd.

Á árunum 2011 og 2012 komu út samtals fjögur töluböð af Skimu í vefritssniði en voru ekki prentuð.  Þrátt fyrir að að mikið af góðu efni væri í þessum tölublöðum gafst nýbreytnin illa og var horfið aftur til prentmiðlunar frá og með 2013. Til halda sem mestu samræmi í framsetningu hafa þrjú þessara tölublaða verið sett upp á PDF-sniði eins og þú hefðu verið prentuð og er hægt að lesa þau þannig hér á vefnum og prenta úr ef óskað er.  Eitt tölublaðanna var hins vegar helgað endurliti og samanstóð að mestu af endurprentuðu efni úr eldri tölublöðum.  Ekki þótti ástæða til að brjóta það um á prentsnið en yfirlit yfir efni þess er að finna í endurgerðri Skímu ársins 2011.

Útgáfa Skímu er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneyti.
Samtök móðurmálskennara    Kennarahúsinu, Laufásvegi 81    modurmal[hjá]modurmal.is