: » 

Norrænt samstarf

Samtök móðurmálskennara starfa náið með Nordspråk, félagi móðurmálskennara á Norðurlöndum. Nordpråk er  samstarfsvettvangur þeirra sem kenna norrænu málin sem móðurmál eða annað mál. Árlega stendur Nordpråk fyrir fjölda námskeiða og ráðstefna, ýmist á kennslutíma eða í sumarleyfinu. Markmið með samskiptunum er að efla menningartengsl og stuðla að auknum málskilningi milli þjóðanna í norðri. Samskiptamál á námskeiðunum eru danska, norska eða sænska.

Algengt er að vetrarnámskeið Nordspråk fari fram yfir helgi en sumarnámskeiðin standa í fimm daga og á þeim er blandað saman fyrirlestrum og vettvangsferðum. Þau eru að haldin á stöðum sem eru í eigu norrænu félaganna, þ.e. Scheffergården í Kaupmannahöfn, Lysebu og Vuxenholmen í Ósló og Hanaholmen í Helskinki. Þessir staðir eru kallaðir perlurnar. Þátttakendur geta sótt um styrki í endurmenntunarsjóði Kennarasambands Íslands til að sækja Nordspråk-námskeið. Allar upplýsingar um þá er að finna á heimasíðu Kennarasambands Íslands.
Samtök móðurmálskennara    Kennarahúsinu, Laufásvegi 81    modurmal[hjá]modurmal.is